01.09.1915
Efri deild: 48. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 352 í B-deild Alþingistíðinda. (454)

88. mál, sjúkrasamlög

Framsm. (Guðm. Björnson) :

Jeg hefi litlu við það að bæta, sem í nefndarálitinu stendur. Jeg vona, að hv. Ed verði samdóma nefndinni um, að nauðsyn beri til að hækka styrkinn til sjúkrasamlaga, og er aðalástæðan til þess sú, að nú á að hækka meðlagið með sjúklingum á Vífilsstaðahælinu um 50 aura á dag. En af þeim sjúklingum hafa samlögin mesta byrði, og mun því þessi hækkun verða þeim mjög tilfinnanleg. Jeg vil líka leggja áherslu á það, sem stendur í nefndarálitinu, að þótt till. nefndarinnar verði samþykt, þá verður landssjóðstillagið samt miklu lægra en tíðkast í öðrum löndum.