25.08.1915
Efri deild: 42. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 364 í B-deild Alþingistíðinda. (478)

65. mál, áfengir drykkir

Karl Finnbogason:

Það er mikill munur á innflutningi og bruggun. Menn geta bruggað öl, sem fer yfir áfengismarkið, án þess að vilja það eða vita. Og verður erfitt að sanna það, ef áfengur drykkur finst einhversstaðar, hvort hann hafi verið gjörður svo með vilja eða ekki.

En innflutningur hlýtur alt af að vera vísvitandi lagabrot.

Forseti leitaði leyfis til afbrigða frá þingsköpum um brtt. 524, er kom of seint fram, og voru afbrigðin leyfð og samþykt.