04.09.1915
Efri deild: 52. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 388 í B-deild Alþingistíðinda. (501)

138. mál, verkfall opinberra starfsmanna

Flutningsmaður (Jósef Björnsson):

Hæstv. ráðherra hefir þegar andmælt mótbárum hins háttv. 5. kgk. (G. B.), svo að jeg þarf ekki að tala langt mál. En jeg. vil sjerstaklega nota tækifærið til þess að. mótmæla þeim orðum hv. þm., að með þessu frv. eigi að gjöra alla starfsmenn. hins opinbera að þrælum. Það er alls ekki rjett, en hitt er satt, að frv. á að girða. fyrir það, að þeir geti stofnað heill þjóðfjelagsins í voða. En þrælar landsstjórnarinnar eiga þeir alls ekki að vera, endaverða menn að líta á, að hver þeirra sem er, getur að ósekju sagt starfi sínu af sjer,. hve nær sem hann vill. Hinn hv. 5. kgk. þm. (G. B.) er alt af að vitna í hjúalögin sem þrælalög. Ef lögin væru svo vond sem hann segir, ætti það að vera hans fyrsta verk að fá þau numin úr gildi. En. þau eru sannarlega engin þrælalög, og skal jeg því til sönnunar leyfa mjer, með leyfi hæstv. forseta, að lesa 2 kafla úr þeim. 23. gr. þeirra hljóðar svo: „Nú veikist hjú eður slasast af öðrum atvikum en nú voru talin (21. og 22. gr.), og skal það þá sjálft greiða þann kostnað er leiðir aflækning þess og sjerstaklegri aðhjúkrun, en húsbónda skal skylt að fæða það án endurgjalds. Sje legan ekki hálfum mánuði lengri um slátt eða um vertíð, eður mánuði lengri um aðra árstíma, þá skal hjúið einskis í missa af kaupi sínu“ o. s. frv. En í 30. gr. segir: „Ef hjúið fer úr vist fyrir nokkrar þær sakir, sem greindar eru í 29. gr., eður húsbóndi rekur það úr vist án löglegra orsaka, þá á það. heimting á kaupi fyrir vistartíma þann, er um er samið, og matarverði o. s. frv.“ Jeg vil nú spyrja hv. 5. kgk. þm. (G. B);. hvort honum sýnist þessi ákvæði líkjast. þrældómi, vera þrælkun á hjúunum, eins og skilja mátti af orðum hans. Jeg get ekki sjeð, að svo sje. Mjer virðist þvert á móti svo, að í þeim felist mikilvæg rjettindi fyrir hjúin, og að engu frekar sje á hjúin hallað en húsbóndann, sem veitir þeim vinnu. Og öll orð hans um hjúalögin virðast mjer því ekkert annað en vindhögg út í loftið.