16.08.1915
Efri deild: 34. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 406 í B-deild Alþingistíðinda. (512)

58. mál, ritsíma og talsímakerfi Íslands

Jósef Björnsson:

Jeg verð að fara nokkrum orðum um það, sem háttv. 2. kgk. þm. (Stgr. d.) sagði.

Hann sagðist vera litlu nær um tilgang breytingartillögunnar. Jeg skal því, með leyfi hæstv. forseta, lesa upp tvo kafla úr brjefi mínu til símastjóra, honum til skýringar:

„Út af þessu og sökum þess, að jeg hefi í hyggju að flytja tillögu í þessa átt við frumvarp það til breytingar á símalögunum, sem nú er til meðferðar í Ed., leyfi jeg mjer að fara þess á leit við yður, herra landsímastjóri, að þjer látið mjer upp álit yðar um, hvort þjer fyrir yðar leyti teljið þessa breytingu óaðgengilega eftir atvikum, ef við hana væri knýtt því ákvæði, að eigi yrði endurborgað meira en

5 þúsund kr. af tillagi hlutaðeigandi sveita, eða helmingur tillags þess, er þær lögðu fram.

Jeg leyfi mjer enn fremur að geta þess í sambandi við þetta, að jeg get ímyndað mjer, að auðveldara kynni að verða, að komast að samningum við viðkomandi sveitafjelög um framhald á starfrækslu stöðva á línu þessari nú, þegar 5 ára tíminn er útrunninn, ef breyting sú kæmist á, sem hjer er rætt um.“

Af þessum orðum er það augljóst, að tilgangurinn er sá, að nokkur hluti tillagsins fáist borgaður. en í brtt. er ekkert um þetta til tekið. En að jeg hefi engu slíku við hana knýtt er sökum þess, að landsímastjórinn vildi ekki, eða sá sjer ekki fært, að mæla með neinni miðlun, og eins og brtt. nú liggur fyrir er því hægt að koma með ósk um að alt sje endurborgað. Hefði landsímastjórinn sjeð sjer fært að mæla með því, að línan yrði 1. flokks og helmingur tillagsins borgaður, þá myndi jeg hafa látið ákvæðið um, hve mikið endurgreiða skyldi af tillagi sveitanna, fylgja tillögunni. Sje jeg því enga ástæðu til þess, að nokkur hneykslist á tillögu minni.

Að tilgangurinn sje meðal annars sá, að meira sje greitt af starfrækslu símans á Siglufirði af hálfu símans, heldur en nú er, það er rjett. En að starfrækslukostnaður annara stöðva á línunni komi frekar á landssjóð fyrir það, þó viðkomandi stöðvar sjeu á 1, flokks línu, eins og háttv. 2. kgk. þm. gaf í skyn, að fyrir mjer mundi vaka, kemur ekki til mála. Síminn borgar ekki að öllu starfrækslu nema 1. flokks stöðva; það hefir að vísu verið gjört, og þó er það ekki lagaskylda. Má þó vera, að einhver háttv. þm. þykist geta sýnt mjer fram á að svo sje, en þar til svara jeg fyrirfram nei; það er að eins venja og ekkert frekar, og um 2. og 3. flokks stöðvar er venjan sú, að borga lítið eða ekkert, þó á 1. flokks línu sje.

Þá talaði háttv. 2. kgk. þm. (Stgr. J:) um 2. flokks línuna til Húsavíkur. Jeg skal ekki bera á móti því, að hún borgi sig vel, en ekki borgar hún sig eins vel og Siglufjarðarlínan. Húsavíkurlínan gaf árið 1912 eftir því, sem háttv. 2. kgk. þm. (Stgr. J.) sagði sjálfur á þingi 1913, kr. 1600 nettó af kr. 19500, eða kring um 20%. Þegar það er borið saman við Siglufj.línuna, hefði Húsavíkurlínan þurft um þrisvar sinnum lengri tíma til að borga. sig. Árið 1914 hefir Húsavík haft kr: 1814 fyrir símtöl, kr. 503 fyrir skeyti, útlend skeyti tæpar 600 kr., eða kr. 200 í hlut landsímans. Þetta verður samtals 2517 kr. eða að frádregnum kostnaði, 240 kr., 2277 kr. Við það má bæta tekjum afstöðvunum á Breiðumýri og Lagamýri, sem er sem næst kr. 180 nettó. Verða tekjurnar þá sem næst kr. 2450. Ef þar. dragast frá 5% af láninu, verða það 1000. kr. Eftir verða þá ca. 1450 kr., og yrði sú upphæð um 14 ár að borga stofnkostnaðinn 19,500 kr.

Jeg hefi áður talað um Siglufjarðarlínuna, miðað við síðasta árs tekjur af henni, og sýnt fram á að með þeim endurborgaðist stofnkostnaðurinn, um 35000 kr., á 5–6 árum; þarf Húsavíkurlínan því sem sagt þrisvar sinnum lengri tíma til þess að borga sig, hvort sem miðað er við árin 1912 eða 1913. Mæli jeg þar með þó alls ekki á móti því, að rjett væri að taka þessa línu í 1. flokk, en Siglufjörður á meiri rjett til. þess.