08.09.1915
Efri deild: 55. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 416 í B-deild Alþingistíðinda. (522)

58. mál, ritsíma og talsímakerfi Íslands

Karl Finnbogason :

Hjer hefir verið talað um, að bygging stöðvar þessarar mundi verða til þess að tefja fyrir því, að önnur stærri stöð yrði bygð síðar. Jeg hefi heyrt að byggja mætti stöð þessa svo, að hægt væri að auka við hana síðar, og jeg vildi leyfa mjer að spyrja hæstv. ráðherra hvort svo sje ekki. Ef svo er, þá sje jeg ekki annað en hag að því að byggja stöðina strax. — Annars vil jeg taka undir það með háttv. þm. G.-K. (K. D.), að æskilegt væri að taka málið út af dagskrá, ef menn hyggjast að fella frv. Því mjer er mjög ant. um það.