07.09.1915
Efri deild: 54. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í B-deild Alþingistíðinda. (54)

108. mál, fjárlög 1916 og 1917

Hákon Kristófersson :

Það eru að eins örfá orð um athugasemd háttv. fjárlaganefndar við bátaferðir á Breiðafirði. Háttv. fjárlaganefnd virðist vilja slá því föstu, að skip Eimskipafjelags Íslands hafi ekki heimild til að koma á þessa staði, sem tilteknir eru, þ. e. Hvammsfjörð og Gilsfjörð. Það stendur „verði ekki fleiri en 2 á ári“. Jeg hefði kunnað betur við, að staðið hefði, að því hefði ekki verið skylt, að senda þangað skip oftar en 2 sinnum. Jeg tók það fram við 2. umr. þessa máls, að menn þar vestra væru ánægðir; þótt ferðirnar yrðu ekki nema 2, en þetta orðalag á jeg bágt með að sætta mig við.