16.08.1915
Efri deild: 34. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 568 í B-deild Alþingistíðinda. (602)

46. mál, sveitarstjórnarlög

Guðm. Björnson :

Jeg vil leyfa mjer að vekja athygli hv. flutnm. á því, að síðasta brtt. á þgskj. 317, fellur ekki við frv. Það stendur: . . : eftir því, hve marga hann kýs framan við strikið . . ., o. s. frv. Jeg gjöri ráð fyrir, að þetta sje prentvilla; jeg hygg þetta þannig lagað, að þessi setning á þgskj. 317, ætti að koma í staðinn fyrir: Eftir því, hve marga þarf að kjósa. Jeg leyfi mjer að skjóta þessu til hv. flutnm. Þetta hefir bersýnilega eitthvað skekst í prentuninni.