17.08.1915
Efri deild: 35. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 571 í B-deild Alþingistíðinda. (612)

46. mál, sveitarstjórnarlög

Sigurður Stefánsson :

Jeg skil ekki, að það sje neitt að athuga við það, þótt hreppsnefndir ákveði, hvort þessar kosningar skuli fara leynilega fram eða ekki. Sýslumaður þarf ekki að vita, hvort kosning á að vera leynileg eða ekki. Það eru kjörstjórnirnar í hverjum hreppi, sem eiga að undirbúa kosningarnar, en sýslumaður hefir ekkert við það að gjöra, fyrr en hann kemur á kjörstaðinn. Mjer finst engin ástæða til að ætla, að hreppsnefndir misbeiti því valdi, sem þeim er gefið með þessum brtt., ef þær ná fram að ganga. Þeim er að eins heimilað, að ákveða að kosning skuli fara leynilega fram, ef þeim þykir það betra en gamla fyrirkomulagið. Um það, hvort heimta skuli ¼4 eða 1/10 hluta kjósenda, til þess að þeir geti krafist leynilegrar atkvgr., ef hreppsnefnd ákveður hana ekki sjálf, finst mjer ekki skifta mikli.