13.09.1915
Efri deild: 59. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 591 í B-deild Alþingistíðinda. (636)

120. mál, þingsköp Alþingis

Frsm. (Guðm. Björnson) :

Jeg mótmæli algjörlega, að hjer sje um stjórnarskrárbrot að ræða. Jeg get ekki ímyndað mjer, að hæstv. ráðh., sem mönnum mun koma saman um, að sje einhver glegsti lögfræðingur þessa lands, myndi koma fram með frv., sem væri brot á stjórnarskránni, og jeg verð að segja, að í þessu máli met jeg meir úrskurð hans en álit hv. þm. Vestm. (K. E.).