06.09.1915
Efri deild: 53. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 603 í B-deild Alþingistíðinda. (655)

52. mál, tún og matjurtagarðar

Karl Einarsson:

Jeg hefi bent meiri hluta nefndarinnar á, að tún og garðar í Vestmannaeyjum voru mældir 1912–13 á kostnað umboðssjóðs, því eyjarnar eru eign landssjóðs. En nefndin frestaði til 3. umr. að koma fram með brtt. um þetta, en mun þá koma með brtt. um að þessar mælingar skuli eigi vera framkvæmdar þar, sem ábyggilegar mælingar hafa farið fram síðustu 5 ár. Mun brtt. þessi ná til allra hjeraða, því vel má svo haga til víðar en í Vestmannaeyjum, þó mjer sje það ekki kunnugt.