07.09.1915
Efri deild: 54. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 615 í B-deild Alþingistíðinda. (672)

91. mál, Þjóðskjalasafn Íslands

Framsm. minni hl. (Karl Finnbogason) :

Úr því að formaður nefndarinnar er sestur niður, þá ætla jeg að mæla örfá orð.

Jeg ætla ekki að deila við hv. formann (B. Þ.) um aðferðina; en að eins geta þess, að það er mjer að kenna, að frumvarpið um fræðslumálin hefir ekki verið afgreitt frá nefndinni, og jeg taldi mjer fullkomlega heimilt að tefja það, sem flutningsmaður þess. Það ber því ekki að gefa hæstv. forseta sök á þessu, heldur mjer, ef um sök er að ræða. Að öðru leyti komu mjer ekki þessi ummæli formannsins við.

Jeg hefi lagt það til, að frumvarpið verði samþ. óbreytt.

Þjóðskjalasafn hvers lands er merkileg stofnun, og vörður þess og verndari þarf að vera fróður, lærður og duglegur maður, og því verður að launa starfann sæmilega.

Jeg lít líka svo á, sem þjóðinni beri skylda til þess, að launa allar virðingarstóður sæmilega, og hjer getur varla veriðum það deilt, að um virðingarstöðu sje að ræða.

Í umræðum og álitum um mál þetta í hv. Nd., var það ljóslega sýnt, að núverandi landsskjalavörður hefir gegnt starfi sínu mæta vel, og safnið hefir margfaldast og aukist á alla vegu undir stjórn hans. Og allar líkur eru til þess, að svo verði og eftirleiðis.

Fyrir þetta starf sitt hefir hann haft mjög lítil laun, því hvað hann hefir fyrir dugnað sinn og atorku haft annarsstaðar að, er máli þessu óviðkomandi. Því eigi. á landið að draga kaup af manni fyrir það eitt, að hann er dugnaðar maður, og getur unnið sjer inn fje í frístundum sínum.

En jafnframt og landið launar stöðuna. betur, þá á það einnig að krefjast meira starfs. Starfi þessi verður eftir frumvarpi þessu launaður jafn vel og landsbókavarðarstaðan, og fylgir því það skilorð mínu atkvæði, að söfn þessi verði höfð jafn lengi opin til almenningsnota eftirleiðis. Þetta er sanngjörn krafa. Jöfn laun, jafnt starf.

Jeg vil ekki fleygja fje út fyrir ekki neitt.. Jeg vil launa öll störf í þjónarinnar þarfir vel, en aftur krefjast þess, að vel sje unnið.

Jeg vil að svo mæltu ráða hv. deild til að samþykkja frumvarpið óbreytt.