07.09.1915
Efri deild: 54. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 618 í B-deild Alþingistíðinda. (675)

91. mál, Þjóðskjalasafn Íslands

Jón Þorkelsson:

Jeg hugsaði ekki, að jeg sjálfur lægi hjer til umræðu í dag, en jeg er þakklátur háttv. 4. kgk. þm. (B. Þ.) fyrir það, hversu hann hefir stækkað mig á ýmsan hátt í dag.

Það var eitt atriði, sem jeg vildi nefna. Það voru hrossakaupin.

Við hv. 4. kgk. þm. (B. Þ.) höfum talað svo margt saman, að jeg man það ekki alt glögglega, en það man jeg, að háttv. 4. kgk. þm. (B. Þ.) kom til mín að fyrra bragði, og spurði mig að því, hvort hjer væri eigi einhver þau mál, er jeg hefði sjerstakan áhuga á og snertu mig sjerstaklega. Jeg áttaði mig ekki á því strax, en svo kom það í ljós, að það var skjalasafnið og annað smámál. Þá spurði hann hvort jeg væri með bannlögunum, en jeg sagðist ekki vera búinn að átta mig á því, og gæti því ekki gefið greið svör.

Mega menn af þessu sjá, hver hjer á upptökin.