11.09.1915
Efri deild: 58. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 627 í B-deild Alþingistíðinda. (680)

91. mál, Þjóðskjalasafn Íslands

Framsögum. meiri hl. (Björn Þorláksson):

Jeg vil ekki segja annað en það, að þar sem þetta frv. hefir sætt allmikilli og verðugri mótspyrnu hjer í hv. deild, og launaviðbót þessi þótt bæði óþörf og ótímabær, þá óska jeg, að nafnakall verði haft um frumvarpið.