11.09.1915
Efri deild: 58. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 649 í B-deild Alþingistíðinda. (711)

3. mál, kosningar til Alþingis

Frsmsögum. (Karl Finnbogason) :

Lögfræðingar geta svo margt, þegar þeir fara með lög og landsrjett,. sem öðrum mennskum mönnum er óskiljanlegt og um megn, að jeg mun ekki deila við hæstv. ráðherra um það, hvað honum er fært í þessu máli. En undarlegt þykir mjer það, ef rjett er og eðlilegt, að semja kjörskrá eftir kosningarlögum, sem bygð eru á stjórnarskipunarlögum, sem ekki eru komin í gildi. Og auðsætt er, að ekki verður. nema með undanþágu, kosið fyrir 1. júlí eftir kjörskrám, sem ekki eiga að koma í gildi fyrr en 1. júlí. Brtt. hv. kgk. þm. (G. B.) eru því naumast frambærilegar. Þær koma þvers um ákvæði laganna að þarflausu.