13.09.1915
Efri deild: 59. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 673 í B-deild Alþingistíðinda. (757)

123. mál, sveitarstjórnarlög

Framsm. (Guðmundur Ólafsson) :

Þetta er fremur lítilfjörlegt frumvarp. Það er að eins bót á gamalt fat, og miðar að því, að bæta því við lög vor, að leggja megi útsvar á skip, sem verka síld á höfnum inni, þótt atvinnan sje ekki rekin í 8 vikur. Nefndin er ásátt um, að þetta sje til bóta, því hjer er um arðvæna og útsvarsfæra atvinnu að ræða.

Nefndin leggur því til, að frumv. sje samþykt óbreytt.