14.09.1915
Efri deild: 61. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í B-deild Alþingistíðinda. (775)

150. mál, bráðabirgðaverðhækkunartollur

Karl Einarsson :

Jeg ætla ekki að svara miklu hinni löngu ræðu hv. 2. þm. Skagf. (J. B.), en ætla að eins að taka það fram, að jeg var alls ekki að kveina eða kvarta neitt fyrir hönd sjávarútvegsmanna, en aftur á móti verður ekki annan sagt um ræðu hans, en að hún væri ein neyðarrolla fyrir bændur. Það eina, sem jeg hafði fyrir augum, var það, að þetta gjald kæmi mest niður á fátækasta hluta þjóðarinnar. En svo er líka annað, sem benda mætti á og mælir með brtt., og það er að botnvörpuútgjörðin mundi njóta góðs af henni, því þó botnvörpungar stundi nokkuð síldveiði, þá er þó þorskur inn að alaflinn.

Jeg býst ekki við, að þýðingu hafi að karpa frekar um þetta mál, og skal jeg ekki lengja umr. meira.