13.09.1915
Efri deild: 59. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 709 í B-deild Alþingistíðinda. (796)

109. mál, skipun dýralækna

Framsm. (Guðm. Björnson) :

Jeg ætla mjer ekki að deila við háttv. þm. Skagf. (J. B.) um það, hvort rjett er, að gjöra alla bændur eða lækna að dýralæknum. En jeg tel mig hafa meira vit á þeim málum en hana.

En út af því, er háttv. þm. Strand. (M. -P.) tók fram — ja, það er satt, hjer er fult af Vestfirðingum, — þá vil jeg geta þess, að jeg vík ekki frá því, að þegar embætti er stofnað, þá tel jeg sjálfsagt, að einhver sje settur til að gegna því, og vanalega eru það nágranna embættismennir gegn hálfum launum. (Magnús Pjetursson: Stundum launalaust). Já, en það er alveg sjerstök ástæða. Það er þó ekki rjett, að fjölga, embættunum fyrr en einhver er til, til þess að gegna þeim. Því er það, að nefndin getur ekki lagt til að stofnað sje nema eitt dýralæknisembætti á Austfjörðum. (Jósef Björnsson: Vill framsm. (G. B.) ekki svara spurningunni um 4. gr.?).