13.09.1915
Efri deild: 59. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 709 í B-deild Alþingistíðinda. (797)

109. mál, skipun dýralækna

Karl Finnbogason:

Það er hart, ef háttv. framsm. (G. B.) á að standa einn uppi gegn öllum Vestfirðingum.

Jeg álít það engan hagnað fyrir Vestfirðinga, þó dýralæknisembsetti þetta sje stofnað, á meðan enginn er til, til þess að gegna því.

Í öðru lagi hafa Vestfirðingar í mörg ár haft styrk til dýralækninga.

Í þriðja lagi er meiri þörf á dýralækni í Austfirðingafjórðungi, því þar er meiri búnaður.

Þá vil jeg taka undir um það, að hægt sje að hafa hjeraðslækna sem dýralækna. Sem dæmi þess vil jeg benda á kjötskoðunina. Og enginn efi er á því, að þeir gætu fleira gjört.

Loks vil jeg benda á það, að nauðsynlegt er, ef brtt. nefndarinnar er feld, að breyta 1. gr. frv., til þess að koma í veg fyrir, að dýralæknirinn í Reykjavík fái hálf launin fyrir ekkert. Vil jeg skjóta því til forseta, að taka málið út af dagskrá til morguns, þó hægt sje að lagfæra þetta við 3. umr.