05.08.1915
Efri deild: 24. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 724 í B-deild Alþingistíðinda. (831)

83. mál, Bjarghús í Þverárhreppi

Flutnm. (Guðmundur Ólafsson):

Jeg get ekki verið á sama máli og háttv. 2. kgk. þm. (Stgr. J.), er niður settist. Maður verður að athuga, að ábúandinn átti í höggi við landsdrottin sinn (Steingrímur Jónsson: Ekki er hann virðingarmaður): Nei, það er hann að vísu ekki, en það liggur í augum uppi, að ábúandinn hefir gjört það, sem hann gat, til að fá jörðina keypta. (Steingrímur Jónsson: Það sjest hvergi). Nei, en jeg get samt ekki sjeð, að röng leið hafi verið farin, og það er ekki tekið fram fyrir hendur stjórnarráðsins, þó að frv. þetta verði að lögum. Lögin heimila stjórnarráðinu að selja jörðina, en skylda það ekki til þess.

Jeg vona, að háttv. deild gjöri máli þessu rjett og góð skil.