08.09.1915
Efri deild: 55. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 791 í B-deild Alþingistíðinda. (913)

141. mál, þingfararkaup alþingismanna

Magnús Pjetursson:

Þó að jeg sje ekki einn þeirra manna, sem gjörðu það að skilyrði fyrir atkvæði sínu, að þeir fengju að tala við þessa umræðu, þá vil jeg þó gjöra grein fyrir atkvæði mínu í þessu máli.

Það, sem jeg vildi taka fram, er það, að ef þetta frv. hefði komið fram í byrjun þingsins, og því þá verið fylgt svo vel eftir, að það hefði þegar getað orðið að lögum og á þann hátt náð yfir okkur, sem nú sitjum á þingi, þá hefði jeg verið málinu fylgjandi. En nú kemur þetta frumvarp ekki fram fyrr en í þinglok, svo við erum einungis að búa í haginn fyrir eftirkomendur okkar, því enginn, sem nú situr á þingi, getur verið viss um, að hann verði þingmaður 1917. En ef einhver þeirra manna, sem þessu máli eru fylgjandi, skyldi verða svo heppinn að komast á þing 1917, þá væri vit í því fyrir hann, að koma með. sams konar frv., því þá veit hann með nokkurn veginn vissu, að hann fær sjálfur að búa við lögin næstu 6 ár. En mjer finst harla óviðkunnanlegt, að við förum að samþykkja þessi lög í þinglok, eins og við að eins höfum ekki tímt að hrófla við okkar eigin kaupi.