13.09.1915
Efri deild: 60. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 797 í B-deild Alþingistíðinda. (925)

140. mál, heimild til dýrtíðarráðstafana

Jósef Björnsson :

Út af því, er skotið var fram af einum háttv. þm. (G. B.), að best væri að svæfa frv., þá vil jeg taka það fram; að jeg er því algjörlega mótfallinn, að með málið sje farið á þann hátt, enda er það gagnstætt stefnu þeirri, er ríkt hefir hjer í háttv. deild og komið hefir nýlega svo glöggt fram við meðferð frv. um þjóðskjalasafnið. Vil jeg og taka það fram, að jeg álít það sjerstaklega óheppilegt að svæfa þetta mál í nefnd, hvað svo sem um það verður annars. Jeg álít betra að fella það. Því vil jeg ekki vísa málinu til nefndar, nema því að eins, að hún skili nefndaráliti sínu strax á morgun.