21.08.1915
Efri deild: 39. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 204 í B-deild Alþingistíðinda. (94)

56. mál, fjáraukalög 1914 og 1915

Jón Þorkelsson:

Jeg hefi leyft mjer, að koma fram með brtt. um eftirlaun Skúla Thoroddsens. Rjettast álít jeg, að borga honum alt út, sem honum hefir verið vanreiknað, en ef brtt. á þgskj. 472 verður samþykt, fær hann helming þeirrar fúlgu, og þá tel jeg þó nokkru nær. Jeg hefi enn fremur komið fram með brtt. við þessa brtt., á þgskj. 477, og mun jeg ekki þurfa að skýra frá, hvernig á henni stendur, því að það sjá auðvitað allir. — Þá hefir og háttv. þingm. Seyðf. (K. F.) borið fram brtt. við brtt. mína, og er það eitt um hana að segja, að jeg hefi ekkert á móti henni, og mun fúslega greiða atkv. með henni, ef til kemur. En ekki sje jeg þó ástæðu til að taka brtt. mína aftur.