21.08.1915
Efri deild: 39. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 204 í B-deild Alþingistíðinda. (95)

56. mál, fjáraukalög 1914 og 1915

Karl Finnbogason:

Jeg hefi komið fram með brtt. á þgskj. 476, til miðlunar. Hún fer fram á að Skúla Thoroddsen verði útborgaðar 1500 kr. þegar í stað, en rjett eftirlaun hans síðan hækkuð um 200 kr. á ári. Mjer virðist þetta sanngjarnt, því maðurinn er gamall og ekki sagt, hve lengi hann nýtur eftirlaunahækkunar þeirrar, sem honum er ætluð. Hins vegar er sjálfsagt, að landssjóður greiði honum eitthvað af þeirri fúlgu, sem reiknuð hefir verið af honum; og þótt háttvirtri deild hafi eigi þóknast að greiða alla skuld landsins við manninn, vona jeg að þessari tillögu minni sje svo stilt í hóf, að allir megi vel við una.