15.12.1916
Neðri deild: 1. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (1007)

Stjórnarfrumvörp lögð fram

Ráðherra (Einar Arnórsson):

Jeg vil skýra háttv. Nd. frá því, að jeg leyfi mjer, með skírskotun til 6. gr. stjórnskipunarlaga 19. júní 1915, að leggja fyrir hv. deild þau þrjú frumv., er nú skal greina:

1. Frv. til laga um viðauka við lög nr. 10, 8. sept. 1915, um heimild fyrir ráðherra Íslands til að skipa nefnd til að ákveða verðlag á vörum.

2. Frv. til laga um útflutningsgjald af söltuðu sauðakjöti.

3. Frv. til laga um heimild handa landsstjórninni til ráðstafana til tryggingar aðflutningum til landsins.

Vona jeg að hæstv. forseti taki þessi mál á dagskrá og háttv. deild taki þau síðan til meðferðar á venjulegan hátt.