12.01.1917
Efri deild: 21. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 128 í B-deild Alþingistíðinda. (1017)

44. mál, útflutningsgjald af síld

Karl Einarsson:

Eins og jeg tók fram áðan, álít jeg það ekki samandi, að setja lög um útflutningsgjald af síld í byrjun næsta þings. Og úr því að þessi frv. hafa mætt svona mikilli mótspyrnu nú á þingi, þá hygg jeg, að sú mótspyrna verði ekki minni í sumar. Það getur vel verið, að dagskráin hrópi til síldarútgjörðarmanna: Varið ykkur. En jeg álít að þessi viðvörun verði einmitt til þess, að auka mótspyrnuna gegn frv. á næsta þingi.

Hv. þm. Ísf. (M. T.) talaði um gífurlegan skatt, sem lagður væri á með frv. Jeg verð að mótmæla þessu. Hjer er ekki um eins eyris hækkun að ræða á íslenskri síld, ef verðlaunafrumvarpið verður samþ. á næsta þingi.

Jeg skal svo ekki fjölyrða frekar um þetta mál.