05.01.1917
Neðri deild: 15. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 92 í B-deild Alþingistíðinda. (137)

8. mál, niðurlagning Njarðvíkurkirkju og sameining Keflavíkur- og Njarðvíkursókna

Ráðh. Björn Kristjánsson:

Þetta mál kemur frá háttv. Ed. og hefir þar fengið mjög góðan undirbúning, og verið þar samþ. alveg breytingalaust eins og það var lagt fyrir þingið. Mergurinn málsins er tekinn fram í þgskj. 8, og er sá, að Njarðvíkurkirkja verði lögð niður, og er það eftir samkomulagi hlutaðeigandi safnaða, að hún sje lögð til Keflavíkursóknar. Hinir núverandi þjónandi prestar hafa líka samþ. þessa breytingu.

Nefndin í Ed. lagði til, að frv. væri samþ. breytingalaust, og tel jeg því ekki þörf á að þessi háttv. deild setji það í nefnd. Jeg vona að þetta frv. verði því afgreitt, án þess að það sje sett í nefnd.