02.01.1917
Neðri deild: 12. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 91 í B-deild Alþingistíðinda. (147)

10. mál, skipaveðlán h.f. Eimskipafélags Íslands

Framsm. (Pjetur Jónsson):

Jeg álít engrar framsögu þörf í þessu máli. Alþingi hefir áður heimilað ábyrgð fyrir þessu skipaveðláni, og hjer er einungis um það að ræða, að halda þeirri ábyrgð áfram, þótt skift sje um lánardrottinn.

Viðvíkjandi brtt., sem við komum fram með, er það að segja, að það var ritvilla, sem hafði komist inn í handrit frv. hjá Eimskipafjelaginu; átti að standa 600 þús. í stað 500 þús., Brtt. er því sjálfsögð.