06.01.1917
Neðri deild: 16. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 99 í B-deild Alþingistíðinda. (159)

27. mál, strandferðaskip

Þorleifur Jónsson:

Jeg er þakklátur nefndinni fyrir að hafa tekið til greina óskir mínar viðvíkjandi Hornafirði. Jeg gat ekki unað því, að þar væru ákveðnar að eins 5 ferðir af 8, þar sem það er hin mesta þörf, að skipið komi þar við í hverri ferð.

En þar sem nefndin hefir tekið þessu vel, vona jeg að landsstjórnin taki það líka til greina.

En úr því að áætlun þessi er að eins frumsmíð, vildi jeg benda á það, að heppilegast mundi, að prenta hana upp aftur, með breytingum þeim, sem nefndin hefir þegar á henni gjört. Mundi það bæði ljetta fyrir stjórninni, og sömuleiðis birta þjóðinni vilja þingsins. Get jeg ekki sjeð, að horfa þurfi í kostnaðinn, sem leiða mundi af prentun þeirri.