12.01.1917
Neðri deild: 24. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 133 í B-deild Alþingistíðinda. (208)

47. mál, bann við sölu og leigu skipa úr landi

Einar Arnórsson:

Hv. þm. V.-Ísf. (M. Ó.) tók það fram síðast, að stjórnin mætti alt af veita undanþágu, og því væru lögin þýðingarlaus. Hví er hann þá á móti þeim? En lögin eru samt ekki þýðingarlaus. Ef svo kæmi fyrir, að stjórnin yrði að álíta sölu óforsvaranlega og skaðsamlega, þá getur hún ætíð tekið í taumana.