11.01.1917
Neðri deild: 21. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í B-deild Alþingistíðinda. (219)

40. mál, kaup á eimskipum til vöruflutninga

Framsm. (Magnús Pjetursson):

Viðvíkjandi stærð skipanna, skal jeg geta þess, að jeg hefði ekkert á móti því, að að eins lágmark smálestatölunnar væri ákveðið í lögunum, því varhugavert getur verið, eins og háttv. 2. þm. Árn. (E. A.), hefir tekið fram, að hafa smálestatalið bundið í báða enda. Skal jeg færa þessar breytingar í tal við nefndina á milli umræðna.