05.01.1917
Neðri deild: 15. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í B-deild Alþingistíðinda. (260)

29. mál, ullarmat

Einar Arnórsson:

Jeg vil aðeins leyfa mjer að beina fyrirspurn til háttv. flutningsmanna. Hugsum oss, að stríðið og það ástand, sem nú er, haldist út þetta ár, sem nú er að byrja. Hugsum oss enn fremur, að þetta frv. verði samþykt og staðfest, en svo verði það sett sem skilyrði við næstu samninga, að ullin verði metin og flokkuð. Hvernig á stjórnin þá að fara að? Á hún að segja við hinn aðiljann: „Jæja, með þessum skilyrðum verður engin ull seld,“ og þar með ef til vill svifta ullarframleiðendur markaði að öllu eða nokkru fyrir þessa vöru? Eða á hún að gefa út bráðabirgðalög, sem nema úr gildi frv. þetta, sem þá verður væntanlega orðið að lögum?