10.01.1917
Neðri deild: 19. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 190 í B-deild Alþingistíðinda. (272)

45. mál, verðlaun fyrir útflutta síld

Framsm. (Matthías Ólafsson); Jeg hefi þegar áður minst á þetta mál, í sambandi við málið, sem rætt var hjer á undan, síldartollinn. Jeg hefi engu við það að bæta.

Út af ræðu háttv. 2. þm. Árn. (E. A.) áðan, skal jeg geta þess, að jeg býst við, að öllum sje það ljóst, að það getur auðveldlega komið fyrir, að útlendingar ýfi sig út af þessum tolli, en jeg get ekki sjeð, að það þurfi að aftra okkur frá því að leggja hann á. Mjer finst að svona ræður, eins og hans, ættu ekki að heyrast hjer á Alþingi. Vjer erum að eins að setja oss sjálfum lög, og ef þau lög koma óþægilega við útlendinga, þá er það ótvíræð sönnun þess, að þeir nota land vort meira en góðu hófi gegnir, og að engin ástæða er til að hlífa þeim við hæfilegum útgjöldum. Það er sannarlega ekki í vora þágu, að þeir eru hjer á landi, svo að lög vor ná til þeirra.