12.01.1917
Neðri deild: 23. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 207 í B-deild Alþingistíðinda. (287)

45. mál, verðlaun fyrir útflutta síld

Framsm. (Matthías Ólafssoo):

Háttv. 2. þm. Árn. (E. A.) er enn ekki af baki dottinn með þessa fyrirspurn sína. En mjer finst nú sannast að segja, að ef hann sjer eitthvað athugavert við þessi orðatiltæki, þá ætti hann að koma fram með það.

Annars get jeg vel sagt honum það, að jeg meinti með „íslenskur borgari“ þann mann, sem hefir rjett innlendra manna, og með „erlend skip“, þau skip sem væru eign manna, sem ekki væru Íslendingar.