11.01.1917
Neðri deild: 22. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 236 í B-deild Alþingistíðinda. (315)

48. mál, afnám laga

Forsætisráðh. (Jón Magnússon); Mig furðar eigi á, að svona till. er komin frá háttv. þm. Dala. (B. J.). Hann var á móti lögunum í upphafi og er það enn. Jeg vil mótmæla því, að þessi lög hafi verið samin í hugsunarleysi. Mjer er kunnugt um, að þau voru að minsta kosti eins vel undirbúin, og eins vel íhuguð, eins og venja er til um lög frá þinginu. Jeg skal annars láta mjer nægja að segja það, að það er ekki forsvaranlegt, að samþykkja þetta frumvarp, án þess að landssjóði sje sjeð fyrir einhverri nýrri tekjugrein í staðinn.