05.01.1917
Neðri deild: 15. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 344 í B-deild Alþingistíðinda. (446)

30. mál, lán til flóabáta

Einar Arnórsson:

Jeg vildi aðeins leyfa mjer, að spyrja háttv. samgöngumálanefnd, hvort hún hafi ekki tekið til athugunar bættar samgöngur við Eyrarbakka, Stokkseyri og Vestmannaeyjar. Hafi hún gjört það, þá er jeg henni þakklátur fyrir það, en hafi hún ekki gjört það, þá óska jeg að hún gjöri það.

Þá vildi jeg taka það fram, að mjer finst, að það þyrfti að ákveða nánar í nefndarálitinu, hvernig háttað yrði ábyrgð fyrir lánunum til bátanna. Jeg gjöri ráð fyrir því, að lánin verði veitt gegn ábyrgð hlutaðeigandi sýslufjelaga, en þá væri betra að nefndin tæki það fram berum orðum, svo að stjórnin þyrfti ekki að ganga í neinar grafgötur um tryggingu fyrir lánunum.