08.01.1917
Neðri deild: 17. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 345 í B-deild Alþingistíðinda. (450)

30. mál, lán til flóabáta

Framsm. (Þorsteinn Jónsson):

Brtt. 95 hefir komið fram af þeirri ástæðu, að Vestur-Skaftfellingar hafa sent beiðni um, að fá hækkaðan styrk til bátsferða meðfram ströndum þar.

Eins og menn vita, eru aðflutningar slæmir þar og erfiðir, og slæmar hafnir. Síðasta þing veitti 5.000 kr. til mótorbátaferða þar, og nú hafa Skaftfellingar með miklum dugnaði hafið fjársöfnun til þess að byggja bát, um 50 smálestir að stærð, er þeir hafa í hyggju að láta ganga milli Ingólfshöfða, Víkur, Vestmannaeyja og Stokkseyrar og, jafnvel til Hornafjarðar og Reykjavíkur, ef á liggur.

En hvað snertir till. á þgskj. 96, þá hefir hún ekki legið fyrir nefndinni, og mun hún ekki heldur fallast á hana.