08.01.1917
Neðri deild: 17. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 346 í B-deild Alþingistíðinda. (452)

30. mál, lán til flóabáta

Pjetur Jónsson:

Jeg sje að samgöngumálanefndin hefir hugsað rækilega um strandferðirnar.

En eftir að jeg hefi athugað till. þær og nefndarálit, sem fyrir liggja, vildi jeg þó gjöra þá fyrirspurn, hvað hugsað hefði verið fyrir þolanlegum samgöngum á norðurlandi, á svæðinu frá Gunnólfsvíkurfjalli til Skagatár.

Getur verið að eitthvað sje fyrir því hugsað, sjerstaklega í ferðaáætlun hins sjerstaka strandferðaskips. En jeg sje ekki, að gjört sje ráð fyrir að neinn sjerstakur bátur gangi á því svæði, nje að þeir bátar, sem nefndin talar um, geti þar að gagni komið. Að vísu hafa engar till. komið fram frá þessu svæði, og munu menn þar ekki heldur vera viðbúnir að afla sjer báta.

Jeg vildi því gjarnan fá upplýsingar um það, hvort hin háttv. nefnd hefir tekið svæði þetta til nógu rækilegrar íhugunar.