08.01.1917
Neðri deild: 17. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 347 í B-deild Alþingistíðinda. (453)

30. mál, lán til flóabáta

Magnús Guðmundsson:

Ræða háttv. þm. S.-Þ. (P. J.) gefur mjer tilefni til að koma með þá fyrirspurn til háttv. frsm. (Þorst. J.), hvort það sje ekki rjett, að hann hafi sagt við fyrri umræðu þessa máls, að Skagfirðingar gætu verið með í kaupum eða leigu á Húnaflóabátnum, ef þeir vildu. Ef háttv. framsm. neitar þessu ekki, skoða jeg þetta sem fyrirheit frá nefndinni, er samþykt sje af hinni háttv. deild, ef engin mótmæli koma fram og Skagfirðingum sje því heimilt, ef þeir vilja, að vera með í kaupi eða leigu Húnaflóabátsins og hafi tiltöluleg umráð yfir honum.