09.01.1917
Neðri deild: 18. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 361 í B-deild Alþingistíðinda. (478)

41. mál, skaðabætur til farþeganna á Flóru

Pjetur Ottesen:

Jeg vil gjöra þá fyrirspurn til háttv. fjárveitinganefndar, hvort skaðabætumar eigi líka að ná til fólks, sem var á skemtiferð með Flóru. Jeg sje í skjölum þeim, sem fyrir liggja, að tvent af þessu fólki, en það var víst 8 alls, hefir gjört skaðabótakröfur, að minsta kosti jafn háar og það fólk gjörir, sem fyrir atvinnutjóni varð. Mjer finst það töluvert álitamál, hvort greiða beri úr landssjóði, jafn háar skaðabótakröfur til þessa fólks og hins, en auðvitað er sjálfsagt, að halda í fullu tje við ensku stjórnina með skaðabótakröfur yfirleitt.