11.01.1917
Neðri deild: 21. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 377 í B-deild Alþingistíðinda. (492)

43. mál, skipagöngur sameinaða gufuskipafélagsins

Framsm. (Magnús Pjetursson):

Jeg er háttv. 2. þm. Árn. (E. A.) þakklátur fyrir ræðu hans, þar sem hann hefir tekið í sama strenginn og jeg í framsögu minni.

Annars var ekki laust við, að gætti misskilnings hjá honum á orðum mínum um 1. og 3. ástæðuna. Jeg tók það fram í ræðu minni, að hvorug þeirra gæti talist ástæða til samningsrofa, heldur að eins ívilnunar á þann hátt, að ekki yrði tekið hart á fjelaginu, þó ferð fjelli úr, ef um beint ofurefli (vis major) væri að ræða.

Þá vildi jeg taka eitt fram, sem jeg gleymdi áðan. Það var það, að jeg var beðinn að láta í ljós ósk nefndarinnar um það, að hæstv. stjórn ljeti í ljós álit sitt á máli þessu.