11.01.1917
Neðri deild: 22. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 25 í B-deild Alþingistíðinda. (50)

4. mál, Íslandsbanka leyft að auka seðlaupphæð

Pjetur Jónsson:

Ef jeg man rjett, þá var rætt um að hækka prósentur þessar, þegar til umræðu var aukning seðlaútgáfu Íslandsbanka, upp í 4%. Og þá kom í ljós, að bankinn gat alls eigi notað heimildina með þeim skilmálum. Þess vegna tel jeg víst, að með þessum 4% skatti til landssjóðs mundi bankinn eins nú alls ekki álíta það borga sig að nota útgáfurjettinn.

Vildi jeg benda á þetta, þótt jeg hafi ekki sett mig inn í bankamál svo sem vera skyldi. En ef svo færi nú, að bankinn notaði ekki heimildina, þá kæmi það niður á okkur landsmönnum, og tel jeg því varhugavert að samþykkja brtt. þessa.