10.01.1917
Neðri deild: 19. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 441 í B-deild Alþingistíðinda. (517)

42. mál, dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslunnarmönnum landssjóðs

Jón Jónsson:

Jeg kvaddi mjer hljóðs til þess að skýra þessar 1.500 kr. tekjur, sem í till. standa. Ýmsir hafa ætlað, að hjer sje átt við nettótekjur. En það er ekki rjett; hjer er auðvitað átt við brúttótekjur. Og mjer finst það vera í betra samræmi við dýrtíðarlögin, því að þá veit maður, við hvað stóra upphæð mætti miða uppbótina. Jeg býst við, að þetta verði nokkuð þröngur bókstafur með þessari skýringu á málinu. En þó að þessi galli sje nú á till., þá mun jeg samt greiða henni atkv. mitt.

Það var eiginlega ekki fleira, sem jeg ætlaði að segja. Orð þau, sem háttv. þm. Dala. (B. J.) ljet til mín falla út af till., læt jeg mjer í ljettu rúmi liggja. Tal hans um þurfalinga álít jeg útúrsnúning. Hitt var reynt, að sýna sem mesta sanngirni í málinu. Um þurfalingastefnu er ekki neina að ræða í till. Jeg leit alls ekki svo á málið, heldur vakti hitt fyrir mjer, að uppbótin gæti komið sem rjettlátlegast niður.