23.12.1916
Neðri deild: 5. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 469 í B-deild Alþingistíðinda. (540)

9. mál, landssjóðsverslunin

Ráðherra (Einar Arnórsson):

Mjer skildist háttv. þm. V.-Ísf. (M. Ó.) leggja það til, að tillögunni yrði vísað til viðskiftanefndar. Jeg held, að það sje skynsamlegast, og vil leyfa mjer að styðja það. Það er varasamt, að hrapa að því, að samþykkja tillöguna fyrr en hún hefir verið athuguð í ró og næði, í fyrsta lagi af því, að það er ekki jafn víst, að svo auðvelt sje að koma tillögunni í framkvæmd, sem menn ætla, og í annan stað þarf að athuga málið og skýra það, með því að ætlast er til þess, að tillagan sje til eftirbreytni fyrir stjórnina framvegis.

Að öðru leyti þykir mjer ekki ástæða til þess, að tala nánara um málið nú. Jeg býst við, að mönnum þyki sjálfsagt, að láta nefnd fjalla um málið, og fæ jeg þá væntanlega tækifæri til þess að minnast á það síðar, ef þörf þykir.