08.01.1917
Neðri deild: 17. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 489 í B-deild Alþingistíðinda. (557)

32. mál, skipun bankastjórnar

Magnús Guðmundsson:

Jeg skal vera mjög stuttorður, og ekki sjerstaklega ræða um efni tillögunnar.

Ástæðan fyrir því, að jeg stóð upp, er sú, að 2 menn úr hinni nýju stjórn hafa skýrt mjer frá því, að ekki mundi verða skipaður bankastjóri fyr en eftir næsta þing. Ef þetta er svo, þá virðist tillögunni ekki liggja neitt á, og þess vegna leyfi jeg mjer að bera fram svo hljóðandi tillögu til rökstuddrar dagskrár:

„Með því að upplýst er, að nú er eigi í ráði að skipa neinn bankastjóra í Landsbankanum, virðist till. á þgskj. 62 sem stendur óþörf, og tekur deildin því fyrir næsta mál á dagskrá“.

Ef þetta er ekki rjettheimt, getur stjórnin mótmælt, og þá mun jeg taka þessa dagskrártillögu aftur.

Þá er hjer var komið óskuðu þessir þingmenn, að umræðum yrði slitið:

Sveinn Ólafsson, Jörundur Brynjólfsson, Einar Árnason, Pjetur Jónsson, Hákon Kristófersson, Björn Stefánsson.

Beiðni þessi um að slíta umræðum var feld með 14:8 atkv. að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já:

Pjetur Jónsson,

Stefán Stefánsson,

Sveinn Ólafsson,

Þorsteinn Jónsson,

Björn Stefánsson,

Einar Árnason,

Hákon Kristóferss.,

Jörundur Brynjólfss

nei:

Magnús Guðmundss.,

Magnús Pjetursson,

Matthías Ólafsson,

Pjetur Ottesen,

Pjetur Þórðarson,

Skúli Thoroddsen,

Þorleifur Jónsson,

Þórarinn Jónsson,

Bjarni Jónsson,

Einar Arnórsson,

Gísli Sveinsson,

Jón Jónsson,

Jón Magnússon,

Ólafur Briem.

Benedikt Sveinsson greiddi ekki atkvæði. Þrír þingmenn fjarstaddir.