06.01.1917
Neðri deild: 16. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 504 í B-deild Alþingistíðinda. (571)

31. mál, styrkveiting til íslenskrar þýðingar á Goethe

Forsætisráðh.(Jón Magnússon); Jeg efast ekki um það, að háttv. flm. hafa athugað það, að við úthlutun bókmentastyrksins er landstjórnin bundin við ákvæði fjárlaganna. Landsstjórnin er skyld til þess að veita styrkinn eftir till. þar til settrar nefndar. Þessum ástæðum fjárlaganna yrði vitanlega ekki hægt að breyta með þingsályktun. En jeg býst við, að till. eigi að skilja svo, að í raun og veru sje henni beint til nefndarinnar, en að eins að forminu til beint til stjórnarinnar. Þess vegna gjöri jeg ráð fyrir því, að ef háttv. þd. samþykkir þessa till., þá muni nefndin taka hana til íhugunar. En eftir orðalagi athugasemdarinnar í 15. gr. fjárlaganna, 20. lið, stjórnin „skal“ veita styrkinn „eftir tillögum“ nefndarinnar, er stjórnin bundin við þær. Mjer þykir ekki ólíklegt, að nefndin taki til greina óskir háttv. deildar í þessu máli.