06.01.1917
Neðri deild: 16. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 509 í B-deild Alþingistíðinda. (575)

31. mál, styrkveiting til íslenskrar þýðingar á Goethe

Bjarni Jónsson:

Jeg skal að eins geta þess, af því að komið hefir fram í umræðum vafi um það, hvort Paul Herrmann kynni íslensku, að hann hefir verið kosinn heiðursfjelagi í hinu íslenska Bókmentafjelagi fyrir ritstörf sín um Ísland og þýðingar á íslenskum ritum. Þess vegna er enginn vafi á því, að hann kann íslensku, og einmitt þetta brjef hans til mín leiddi til þess, að jeg sótti um styrkinn. Þetta brjef hans er einstaklingsbrjef til mín, en er við skrifumst á, þá skrifar hann oftast á móðurmáli sínu, sem eðlilegt mun þykja, enda er nú bannað í Þýskalandi, að skrifa nema opin brjef á þýsku, og jeg skrifa honum ýmist á þýsku eða íslensku.

En fyrst jeg stóð upp, þá vil jeg beina þeirri spurningu tilfyrverandi ráðh. (E. A.), hvort ekki sje áreiðanlegt, að fjárveitingin sje óbundin (Einar Arnórsson: Jú), því að síðastur manna vildi jeg verða til þess, að hrifsa bitann úr munni þeirra manna, sem jeg hefi hjálpað til hans. En fyrst Svo er ekki, tel jeg mjer enga vansæmd að þiggja.