29.12.1916
Neðri deild: 10. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 526 í B-deild Alþingistíðinda. (596)

17. mál, kaup á nauðsynjavörum

Magnús Pjetursson:

Jeg stend upp að eins til þess, að gjöra stutta athugasemd út af orðum háttv. þm. Dala. (B. J.), sem virtist vilja láta orð mín miskiljast. Hann vildi láta sýnast svo, sem jeg vildi bægja fátæklingum frá hlunnindum kaupanna. En eins og jeg skýrt tók fram áðan, þá er þvert á móti, samkvæmt brtt. okkar, sveitarfjelögum í lófa lagið, að hjálpa þeim með vörukaup, og þaðan er eðlilegast, að fátæklingar fái aðstoðina.

Allur annar skilningur á orðum mínum hlýtur því að vera viljandi eða óviljandi misskilningur.