09.01.1917
Neðri deild: 18. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 543 í B-deild Alþingistíðinda. (617)

25. mál, kolarannsókn og kolavinnsla

Bjarni Jónsson:

Jeg vildi að eins geta þess, að mjer hefir ekki komið til hugar, að stjórnin ljeti rannsaka kolanámur fyrir þau fjelög, sem vitanlegt er um, að eru leppuð af innlendum mönnum, en hitt get jeg ekki sjeð, að neitt sje á móti því, að stjórnin láti rannsaka námur fyrir þau fjelög, eða þá einstaka menn, sem hægt er að komast að samningum við, um að þeir taki þátt í rannsókninni og vinslunni. Jeg treysti stjórninni fyllilega til þess, að gjöra sitt besta í þessu efni.