09.01.1917
Neðri deild: 18. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 550 í B-deild Alþingistíðinda. (626)

35. mál, lán til garðræktar

Jörundur Brynjólfsson:

Það var að eins örlítil athugasemd. Það getur verið rjett hjá háttv. flutnm. (B. J.), að Búnaðarfjelagið hafi fengið sambönd frá Einari Helgasyni. En það hefir fleiri mönnum á að skipa, heldur en honum, því að enn þá fleiri hafa lært búfræði en garðrækt, og hefir fjelagið alla þá menn, sem að jarðrækt vinna, undir sinni umsjón, beint eða óbeint, og það var það, sem jeg meinti með því, að fjelagið hefði víðtækari og betri sambönd.