15.12.1916
Sameinað þing: 1. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 13 í B-deild Alþingistíðinda. (656)

Þingsetning

Áður en tekið væri til starfa, mælti aldursforseti:

Áður en vjer byrjum á störfum þingsins að þessu sinni, vildi jeg leyfa mjer að minnast með nokkrum orðum eins þingmannsins, sem týnst hefir úr þingmannahópnum á síðasta ári. Það er Skúli Thoroddsen. Hann var fæddur 6. janúar 1859, dáinn 21. maí 1916, kosinn á þing af Eyfirðingum 1891, en þingmaður Ísfirðinga árin 1893 — 1902, síðan þingmaður N.-Ísf, 1903—1915. Sat alls á 10 þingum.

Jeg þarf ekki að lýsa því fyrir hv. þm.. hve mikinn þátt hann átti í löggjafarstarfi voru og afskiftum hans af opinberum málum. En jeg vil skjóta því til hv. þm., að heiðra minningu hans með því að standa upp.

Þá er einnig annar gamall þingmaður fallinn í valinn á þessu ári. Hann sat reyndar ekki á síðasta þingi, en hefir um alllangt skeið átt setu á Alþingi. Það er Jón Ólafsson.

Hann var fæddur 20. mars 1850, dáinn 11. júlí 1916, var kosinn á þing af Sunnmýlingum 1881. Sat fyrir Suður-Múlasýslu á þingi 1881 —1889 og 1909— 1913. Skipaði konungkjörið sæti árið 1905. Jeg vil skjóta því til hv. þm., að heiðra minningu hans með því að standa upp.

Tóku þingmenn undir orð aldursforseta með því að standa upp.

Þessu næst kvaddi aldursforseti sjer til aðstoðar sem skrifara þá:

Eggert Pálsson, 1. þm. Rang. og Jóhannes Jóhannesson, þm. Seyðf.

Nú var þingmönnum skift í kjördeildir, og urðu í

1. deild:

Bjarni Jónsson,

Björn Stefánsson,

Einar Arnórsson,

Einar Árnason,

Halldór Steinsson,

Hákon Kristófersson,

Hjörtur Snorrason,

Jón Jónsson,

Magnús Torfason,

Sigurður Jónsson,

Skúli Thoroddsen,

Þorsteinn Jónsson,

Þórarinn Jónsson.

2. deild:

Benedikt Sveinsson,

Gísli Sveinsson,

Guðjón Guðlaugsson,

Guðmundur Björnson,

Jóhannes Jóhannesson,

Jörundur Brynjólfsson.

Kristinn Daníelsson,

Magnús Guðmundsson,

Magnús Kristjánsson,

Matthías Ólafsson,

Sigurður Eggerz,

Stefán Stefánsson,

Sveinn Ólafsson.

3. deild:

Björn Kristjánsson,

Eggert Pálsson,

Einar Jónsson,

Guðmundur Ólafsson,

Hannes Hafstein,

Jón Magnússon,

Karl Einarsson,

Magnús Pjetursson,

Ólafur Briem,

Pjetur Jónsson,

Pjetur Ottesen,

Pjetur Þórðarson,

Sigurður Sigurðsson,

Þorleifur Jónsson.

Kjördeildir skiftu með sjer kjörbrjefum þann veg, er lög mæla fyrir, að fyrsta deild fjekk annari, önnar þriðju, og þriðja fyrstu.

Nú gengu deildirnar úr salnum til að gegna störfum sínum, og varð því fundarhlje.

Þá er fundarhlje hafði staðið nærfelt eykt, höfðu kjördeildirnar lokið störfum sínum, og gengu til fundarsals.

Þá tók til máls: